Til baka á forsíðu

Skilmálar

1. Almennt

Skilmálar þessir gilda um notkun á þjónustu FlugSeinkunar („félagið", „við", „okkur" eða „okkar") af hálfu notenda („þú", „viðskiptavinur", „skjólstæðingur"). Með notkun þjónustunnar samþykkir þú þessa skilmála.

2. Þjónusta

FlugSeinkun býður þjónustu sem aðstoðar flugfarþega við að krefjast bóta vegna truflana á flugi, svo sem seinkunar, aflýsinga eða neitunar á flugfari.

FlugSeinkun veitir ekki lögfræðiþjónustu né aðra lögfræði ráðgjöf.

3. Umboð

Með notkun á FlugSeinkun veitir þú félaginu heimild til að koma fram fyrir þína hönd í bótakröfuferlinu. Þetta felur í sér að heimila okkur samskipti við flugfélög og viðeigandi yfirvöld, senda inn kröfur, semja, taka við greiðslum og ef nauðsynlegt er, að fara með mál fyrir dómstóla.

4. Meðferð kröfu og ákvörðunarvald

FlugSeinkun starfar eingöngu sem milligönguaðili milli þín og flugfélagsins. Við áskiljum okkur rétt til að ákveða hvort einstakar kröfur séu teknar áfram eða ekki. Félagið getur á hvaða tímapunkti sem er, án ábyrgðar, skilað máli aftur til viðskiptavinar og hætt frekari meðferð.

5. Tegund bóta

Við sækjumst einungis eftir bótum í peningum samkvæmt gildandi reglugerðum um réttindi flugfarþega (t.d. EC261/2004).

Tilboð flugfélaga í formi punkta, inneigna eða annarra greiðslna sem ekki eru í peningum, geta af FlugSeinkun verið meðhöndluðsem synjun á réttmætum bótum.

6. Eftirfylgni og málaferli

Ef flugfélag svarar ekki eða hafnar réttmætri kröfu, áskilur FlugSeinkun sér rétt til að vísa málinu til viðeigandi eftirlitsaðila og yfirvalda eða grípa til aðgerða sem geta falið í sér samstarfvið lögfræðinga eða annara aðila með það fyrir augum að höfða dómsmál.

7. Tímamörk

FlugSeinkun ber ekki ábyrgð á lengd kröfuferlis, né heldur þegar mál hafa tafist í meðhöndlun okkar.

Afgreiðslutími mála getur verið breytilegur eftir viðbrögðum flugfélaga, flækjustigi málsins og þátttöku utanaðkomandi aðila.

8. Engin ábyrgð á árangri

FlugSeinkun ber enga ábyrgð ef kröfu er hafnað eða ef flugfélag greiðir ekki bætur. Við innheimtum aðeins þjónustugjald ef tekist hefur að ná fram bótum.

9. Þjónustugjald og greiðslur

Ef flugfélag greiðir út bætur mun FlugSeinkun:

  • Draga frá 25% þjónustugjald
  • Greiða viðskiptavini eftirstöðvarnar með áður umsömdum greiðslumáta.

Engin gjöld eru innheimt fyrirfram. Þjónustugjaldið okkar er háð því að bótagreiðsla fáist frá flugfélaginu.

10. Skyldur viðskiptavinar

Við undirritun þessara skilmála samþykkir þú að:

  • Veita réttar upplýsingar.
  • Ekki reka sömu kröfu sjálf(ur) eða með öðrum hætti á meðan ferlinu stendur.
  • Láta okkur vita tafarlaust ef þú færð bætur greiddar beint frá flugfélaginu.

11. Breytingar

FlugSeinkun áskilur sér rétt til að uppfæra eða breyta skilmálum þessum sem og verðskrá. Breytingar eru tilkynntar viðskiptavinumá vefsvæði okkar. Flugseinkun áskilur sér einnig rétt til að tilkynna um breytingar með tölvupósti eða sms. Einstaklingum er heimilt at segja upp þjónustu þegar FlugSeinkun tilkynnir um fyrirhugaða breytingu á verðskrá eða skilmálum. Áframhaldandi notkun þjónustunnar felur í sér samþykki á öllum breytingum.